Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
fimmtudagur, maí 06, 2004

Leiðinlegasta mynd ever!!! (en hvernig endar hún?)

Ókei, mér leiddist, þannig að ég fór að horfa á þessa mynd. The great white hope, held ég hún heiti. Hún fjallar um svartan hnefaleikamann sem hefur unnið alla sína 38 bardaga. Umbinn hans er ekki ánægður með innkomuna þannig að hann fær hvítan mann til að berjast við hann. Þetta er frekar leiðinleg mynd og vil ég nefna eitt dæmi, sem ég hefði ekki tekið eftir ef það hefði verið eitthvað til að fylgjast með. Umbi svarta gaursins gaf honum risavaxinn demantstein. Hann lítur á hann en hendir svo boxinu frá sér. Áhangendurnir henda sér á eftir því en það skoppar frá þeim. Það er alveg augljóst að hringurinn dettur úr og skoppar við hliðina á boxinu. En þegar einn nær boxinu og opnar það, þá er hringurinn samt inní því. Doltið svona lélegt, verð ég að segja. En þegar myndin var loks orðin svolítið spennandi, sá svarti hefur ekkert æft sig og kominn með bumbu, sá hvíti hefur ekki barist í tíu ár en er kominn í form og ætlar að gefa sigurlaunin heimilislausum ef hann vinnur... Keppnin er að hefjast, sá svarti lætur bíða eftir sér eins og sönn kempa... loks kemur hann inn með tilheyrandi lúðrablæstri (já eða rappi)... síðan ekki söguna meir. Það var skökkt á upptökunni!!! Er þetta ekki alveg týpískt!!?? Jájá, það er ekkert við þessu að gera, ég ætla að ná strætó að hitta duglega námshestinn minn sem situr á ömmukaffi og lærir fyrir bókfærslupróf. Kannski ég sötri með honum tælenskt latte áður en hann fer í vinnuna.
Sjáumst!!


skrifað af Runa Vala kl: 15:22

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala